Mánudagur, 5.11.2007
Eins og allir hinir!!!!
Jæja, þetta gengur ekki lengur !!!!
Ég er bara lúða að vera ekki að blogga eins og allir hinir ........ Ætla sem sagt að reyna að komast út úr þessum lúðuleik og gerast bloggari.
Það er nú kannski ekki frá mörgu að segja en ég er samt stút full af einhverjum pælingum og algjörlega óþörfum upplýsingum um flullt af einhverju sem maður vissi ekki einu sinni að manni langaði EKKI að vita , þar hafið þið það !!!!
En er samt að spá í að byrja bara rólega og segja ekki mikið en hérna kemur smá-saga.
Var að horfa á sjónvarpið í gær, sem er ekki óvenjulegt, nema hvað..... Það kemur auglýsing frá einverri bíladótabúð sem að ég get ómögulega munað hvað heitir, en ÞVÍLÍKI HÚMORINN
Það var sem sagt maður sem sat í bíl í grenjandi rigningu og var að pæla í rúðuþurrkunum, fram og til baka- fram og til baka - fram og til baka.... ha ha ha Ég bilaðist úr hlátri. Hló svo mikið að unglingurinn á heimilinu spurði; ertu ekki búin að sjá þessa auglýsingu ? Ég svara með tárin í augunum ; jú mér finnst þetta bara svo fyndin auglýsing... Hún segir þa´með vorkunnar svip ; Já en mamma hún er bara fyndin fyrst, ekki aftur.
Jæja læt þetta duga í bili , þykist vera að fara að læra.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.