Viltu vinsamlegast vera úti ef þú ætlar að gefa upp öndina vinur !

Þetta er náttúrlega bara snilld, kannski nauðsynlegt að kryfja þetta aðeins nánar...........

 

Tíu fáránlegustu lögin að mati Breta eru:

(Breta....? yea right, okkur hinum finnst þetta svo sjálfsagt)

Það er ólöglegt að deyja í breska þinghúsinu. (27% völdu þessi lög)                                           Hvaða refsing er við þessu, ef svo óheppileg vildi til.... ? 

Það jafngildir föðurlandssvikum að snúa frímerki með mynd af meðlimi bresku konungsfjölskyldunnar á hvolf. (7%).                                                                                                                                  Hvað ef maður snýr því á hlið, ætli það sé þá í lagi ( annars er útlitið á sumum í þessari fjölskyldu þannig að það getur verið erfitt að sjá hvernig það á að snúa)?

Það er ólöglegt fyrir konur í Liverpool að ganga um berbrjósta nema þær starfi við afgreiðslu í verslun sem selur hitabeltisfiska. (6%).                                                                                    HMM..... Búð sem selur hitabeltisfiska ????? Hverjum datt þetta eiginlega í hug????

Það er bannað að borða kjötbökur á jóladag (5%)                                                                 Kjötbökur segiru, það hlýtur þá að vera í lagi með grænmetisbökur?

Í Skotlandi verður fólk að hleypa þeim einstaklingum inn sem berja á dyr og óska eftir að komast á klósettið. (4%).                                                                                                                                  Þyrfti kannski að taka þessi lög upp í miðbænum.......

Ófrískar konur mega kasta af sér vatni hvar sem er, þ.á.m. í hjálm lögreglumanns. (4%).                Júhú, pant pissa í hjálminn hjá þessum háa, dökkhærða !!!!! 

Höfuðið á dauðum hval, sem finnst einhversstaðar við strendur Bretlands, verður eign konungins. Drottningin eignast sporðinn. (3,5%).                                                                                        Hmmmmm.......hver fær miðjuna á hvalnum og er mikið að dauðum hvölum við strendur Bretlands, ???

Það er ólöglegt að reyna komast hjá því að segja skattheimtumanni allt sem þú vilt ekki að hann viti, en það er löglegt að greina honum ekki frá upplýsingum sem þér er sama að hann viti um. (3%).                                                                                                                                       Hmmmm, hljómar  nokkuð raunhæft.

Það er ólöglegt að mæta í þinghúsið íklæddur brynju. (3%).                                                              Eins gott, gæti orðið nokkuð hávært á köflum.

Það er leyfilegt að myrða Skota innan gömlu borgarmúranna í York, en aðeins ef hann er með boga og örvar. (2%).                                                                                                                              Þetta hljómar grunsamlega líkt og samsæri gegn Hróa Hetti...........

 

 


mbl.is Það er bannað að deyja í þinghúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst nú fyndnast að hugsa til ef þú færð hjartaáfall eða eitthvað í þingsalnum og lifir af. Er hægt að saka þig um "intention to commit a crime"? :P

Gunnar (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 09:33

2 identicon

He he he, það hlýtur nú einhvern tímann að hafa gerst, spurning um hvort það hafi verið lögð fram kæra ????

Inga Pinga (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband